…Við reddum því!

Blikksmiðja Guðmundar var stofnuð þann 1. apríl 1975 af Guðmundi Jens Hallgrímssyni. Fyrstu þrjú ár starfseminnar fóru fram í bakhúsi við Laugarbraut á Akranesi en árið 1978 flutti starfsemin í húsnæði við Merkigerði 18. Þar starfaði blikksmiðjan í fjórtán ár, þar til í apríl 1992 þegar starfsemin flutti í núverandi húsnæði að Akursbraut 11b.

Tímamót urðu hjá Guðmundi þann 5. janúar 2007 þegar hann seldi smiðjuna einum starfsmanni sínum, Sævari Jónssyni. Sævar, sem hafði þá starfað hjá Guðmundi í rúm 10 ár, hefur rekið blikksmiðjuna allar götur síðan.

Starfsemi blikksmiðjunnar er að mestu leyti fólgin í almennri blikksmíði ásamt því að vinna að sérverkefnum eins og viðhaldi á fasteignum, smíði á handriðum og mörgu fleiru. Hjá Blikksmiðju Guðmundar eru einnig smíðaðir ýmsir hlutir, allt frá jötum fyrir húsdýr yfir í áhöld fyrir skurðstofur á sjúkrahúsum – og allt þar á milli. Blikksmiðjan er vel tækjum búin og er samkeppnisfær við flestar aðrar smiðjur á landinu.

Aluminium waves