Pokasíur í loftræstikerfi

There are no translations available.

 

  • Flest öll loftræstikerfi nota pokasíur
  • Pokasíur eru einnig notaðar sem forsíur fyrir fínni síur eins og HEPA síur
  • Sía agnir úr innblæstri og útsogi allt að 0,4 µm
  • 25mm plast rammar í hefðbundin loftræstikerfi
  • 20mm plast rammar í SystemAir síuboxin
  • 100% glertrefja lausar síur!
Pokasíurnar hjá okkur eru framleiddar úr hágæða síuefni og ramminn sjálfur er  úr plasti. Það hefur sína kosti fyrir umhverfið afþví að þá er hægt að fara með gamlar og skítugar síur beint í þar tilgerða förgunargáma sem tryggja örugga eyðingu þeirra.
.
Við eigum til pokasíur á lager sem passa í flest öll hefðbundin loftræstikerfi en allar síur í sérstærð er hægt að panta að utan án vandræða. Framleiðandi okkar er mjög sveigjanlegur og getur til að mynda framleitt pokasíur sem eru 100% óeldfimar ef þess er óskað.
.
Pokasíurnar eru allar með spacera sem tryggja jafn loftflæði um síuna svo að pokarnir safni ryki alla leið inn í innsta saum. Það tryggir lengri endingartíma, sem þýðir minna viðhald og margfalt lægri orkunotkun loftræstikerfa.

 


pokasa_g4.jpg

pokasa_m5.jpgpokasa_f7.jpg

pokasa_f9.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

EU4 (G4)
EU5 (M5)
EU7 (F7)
EU9 (F9)