...við reddum því!
Loftræstikerfi
Skipta stöðugt út innilofti fyrir ferskt útiloft, sem dregur úr mengunarefnum, ofnæmisvöldum og umfram raka, og stuðlar þannig að heilbrigðara og þægilegra lífsumhverfi.
- 🍃 Hreinsar burtu óheilbrigðum ögnum úr loftinu
- 🌬️ Heldur eðlilegri lofthreyfingu á heimilinu
- 🚫 Kemur í veg fyrir uppsöfnun á efnum og umfram raka


Rennur og niðurföll
Nauðsynlegar til að vernda hús gegn vatnstjóni með því að beina regnvatni frá þaki, veggjum og grunni.
- 🌳 Kemur í veg fyrir jarðvegseyðingu
- 🦠 Minnkar mygluvöxt
- 🏘️ Minnkar veikingu burðarvirkis

Klæðningar, þök og áfellur
Málmklæðning er mikilvæg til að vernda byggingar gegn utanaðkomandi þáttum, svo sem erfiðu veðri og raka. Með því að sameina bæði hagnýta og sjónræna kosti er málmklæðning frábær kostur til að tryggja endingu og styrk bygginga.
- 🏠 Bætir einangrun á húsi
- 🌹 Bætir útlit
- ⚒️ Verndar gegn skemmdum
Umsagnir viðskiptavina
Við höfum unnið með þessu fyrirtæki í mörg ár og þau hafa alltaf staðið sig frábærlega. Þau hafa komið með sérsniðnar lausnir fyrir loftræstingu í verksmiðjunni okkar og standa alltaf við uppgefinn tímaramma. Þau skilja vel þarfir matvælaiðnaðarins og vinna alltaf faglega og hratt. Mæli eindregið með!
🐟 Matvælaiðnaðurinn
Sem fulltrúi sveitarfélagsins höfum við unnið með þessu fyrirtæki í tengslum við viðhald og endurbætur á þökum, rennum og loftræstingu á fjölmörgum fasteignum okkar. Þau bregðast alltaf fljótt við, vinna faglega og skila góðu verki í hvert skipti. Það er gott að geta treyst á sama aðilann fyrir jafn fjölbreytt verkefni.
🏘️ Sveitarfélag með mörg húsnæði í umsjá
Við höfum verið með þetta fyrirtæki í föstu samstarfi í yfir áratug. Þau sjá um viðgerðir á þökum, loftræstikerfum og lagfæringar á hinum ýmsu hlutum hjá okkur. Verkefnin eru oft flókin og umfangsmikil en þau mæta með lausnamiðað hugarfar og mikla fagmennsku. Samstarfið hefur alltaf verið traust og skilvirkt.
🛠️ Álver með mikla þak- og loftræstivinnu
Ég fékk þau til að setja upp nýjar rennur á húsið mitt og get ekki annað en mælt með þeim! Verkið var klárað fljótt, verðið sanngjarnt og þjónustan frábær. Það er sjaldgæft að finna svona áreiðanlega og heiðarlega þjónustu. Allt gekk smurt fyrir sig frá fyrstu samskiptum til loka.
🏠 Einkaaðili - Nýjar rennur
Loftgæði og pokasíur
Við erum umboðsaðili fyrir pokasíur frá þýska framleiðandanum Luftfilterbau. Síurnar eru afar vandaðar og margreyndar. Ýmsa þætti þarf að hafa í huga þegar velja á síur sem henta ákveðnum loftræstikerfum. Þar má helst telja upphafsþrýstifall, þéttleika á efni, efnistegund og hámarks þrýstiþol.
Viðskiptavinir okkar geta treyst á að síurnar frá Luftfilterbau standast allar ströngustu kröfur sem gerðar eru til sía.
- 🍃 Hágæða loftsíur sem hreinsa betur agnir úr loftinu eins og myglugró eða frjókorn.
- 🚫 Kemur í veg fyrir uppsöfnun á óheilbrigðum efnum og umfram raka.


Úrval af hágæða málmum
Við notum eingöngu hágæða efni. Hér að neðan má finna tegundir af málmum sem við sérhæfum okkur í að vinna með ásamt ýmsum upplýsingum.




Ál
Léttur málmur sem er þekktur fyrir fjölhæfni sína og framúrskarandi eiginleika. Það er eitt algengasta efnið í heiminum og er mikið notað í ýmsum iðnaði.
- Umhverfisvænt
- Létt
- Endingargott
- Sterkt miðað við þyngd






Hafðu samband
Endilega sendið tölvupóst á blikkgh@blikkgh.is og við höfum samband eins fljótt og hægt er eða hringið í 431-2288.